Verkstjórn-gagnsæi-allt uppi á borðum...

Í janúar síðastliðnum var Steingrímur J í stjórnarandstöðu. Þá var oft gripið til setninga eins og: Það vantar alla verkstjórn...við þurfum gagnsæi...allt þarf að vera uppi á borðum!!

Nú er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J er fjármálaráðherra.

Hvað hefur breyst síðan í janúar? NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT!
Ég er svo agndofa á þessari ríkisstjórn að ég á varla til orð. Hefur þetta ágæta par komið einhverju í verk sem þjóðin finnur fyrir? Ég veit að þau vinna dag og nótt..ég vil ekki gera lítið úr því, en vildi ekki Samfylkingin einhvern verkstjóra sem myndi láta verkin tala?? Er Jóhanna ( 67 ára) Sigurðardóttir þessi verkstjóri?? Guð minn...hefur hún þrek, þol og yfirsýnina sem þarf? Ég held ekki. Ég hef enga trú á því!

Nú er ICESAVE málið í hæstu hæðum. Íslenska þjóðin veit ekki neitt! Við erum að fara að taka á okkur hundruði milljarða króna....og enginn veit neitt!!! Er þetta boðlegt? Ég veit að þetta er viðkvæmt mál, en ég vona svo innilega að Alþingi Íslendinga, með 63 þingmenn innanhúss...láti ekki bjóða sér svona vinnubrögð. Taki flokkspólitíkina til hliðar og hugsi um almannahag! Við VERÐUM að vita um hvað þessi samningur snýst...við verðum að vita af hverju í ósköpunum við erum að samþykkja að borga vexti upp á 5,5% á þessa skuld Landsbankans við Bretlands og Hollands. Af hverju segir ríkisstjórnin að þetta sé góður samningur??? Okkur finnst ekki...almenningi.

Ég er orðin verulega þreytt á núverandi ástandi og því miður sé ég það bara versna...mér finnst ekkert vera að gert!
Það er ICESAVE....það er ESB......en hvað með skuldirnar okkar, himinháu vextina og atvinnuleysið??????

Vakna gott fólk, ég vil að íslenska þjóðin hætti að vera svona sofandi og eitthvað verði gert.


Sterk stjórnarandstaða í boði Framsóknar

Ég er fegin að Sigmundur Davíð komst á þing. Eiginlega dauðfegin.

Horfði á Kastljósið áðan og sá Steingrím horfa í gaupnir sér hvað eftir annað eins og skólastrákur sem skammast sín. Ég get alveg skilið og veit vel að hann er í erfiðri stöðu. En er hann og ríkisstjórnin að gera það rétta fyrir íslenska þjóð?

Í mínum huga er svarið nei. Mér finnst fyrir það fyrsta vextirnir fáránlegir. 5,5%!!! Bretar og Hollendingar fá sitt tilbaka skv samningnum...en eiga þeir síðan að fá inn rukkaða vexti upp á 5,5%!! Þeir mega þakka fyrir að fá yfir höfuð þennan pening tilbaka. Punktur.

Það að tala um að afborganir og vextir munu ekki greiðast fyrstu 7 árin segja heldur ekki neitt. Auðvitað munu vextirnir samt sem áður tikka inn á höfuðstól lánsins og eins og Sigmundur benti réttilega á í Kastljósinu eru þetta 35 milljarðar á ári!! Bara vextir sem tikka sem við eigum síðan eftir að borga tilbaka...+ höfuðstól lánsins.

Síðan þegar ég sá hverjir eru eignir Landsbankans, hverjir skulda Landsbankanum erlendis...þá leist mér endanlega ekkert á þetta mál.

Vonandi nær stjórnarandstaðan að spyrna vel við og vonandi fæst niðurstaða fyrir íslenska þjóð, öll gögn þurfa að koma upp á borðið, því eins og staðan blasir við mér núna, þá líst mér ekkert á þetta.


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er kannski ekki í takti...

..en mér finnst í raun skipta höfuðmáli að halda vinnu í dag, frekar en að vilja að launin hækki, sama hve lág þau eru.

Þetta er raunveruleikinn í dag, þeir sem hafa vinnu eiga að vera þakklátir.


Hvar er búsáhaldarbyltingarfólkið nú?..

Mér er allri lokið.

Ég hugsa meira og meira til þeirra þúsunda sem stóðu fyrir framan Alþingishúsið í janúar og börðu það utan, vegna þess að ástandið var talið þá, mjög alvarlegt fyrir heimili og fyrirtæki.
Búsáhaldarbyltingin vildi breytingar...þá væntanlega til batnaðar.
Fékk hún þessar breytingar? Ójá, hún fékk nýja minnihlutastjórn sem og vinstristjórn til næstu fjögurra ára.

En er þetta fólk sátt í dag? Af hverju í ósköpunum er þetta sama fólk ekki á Austurvelli, berjandi allt utan. Er þetta fólk sátt við núverandi ástand?
Fyrir mér er ástandið mun verra í dag en það var í janúar...og ÞAÐ ER NÁKVÆMLEGA EKKERT AÐ FARA AÐ GERAST!!.

Endilega þeir sem lesa þetta blogg mitt...og voru þáttakendur í búsáhaldarbyltingunni, svarið þessu kalli mínu og segjið mér af hverju í ósköpunum það sé ekki tilefni til þess að fara aftur á Austurvöll og berja allt utan!

P.S.
20.000 manns án atvinnu
Gengisvísitalan 230, og er ekki að fara að styrkjast segja fróðir menn
Bankarnir allir í rugli
AGS er ekki að láta okkur fá hluta af umsömdu láni
Stýrivextir 13,0%, verðbólga 11%...
...og Seðlabankastjóri með 1,6 mkr í laun, DOING NOTHING! Eins gott að Davíð fór úr Seðlabankanum...við höfum endurheimt traust eins og allir sjá!.


Hvað þau eru ósamstíga í ræðum sínum!

Jóhanna Sigurðardóttir talaði um ESB nánast allan tímann sinn í ræðustól.

Steingrímur J minntist ekki einu orði á ESB!

Eru þessir tveir einstaklingar forystumenn í ríkisstjórn Íslands??

Það er greinlegt að áherslur eru mismunandi og því miður finnst mér það áhyggjuefni. Það þarf að taka átakalausa afstöðu til stórra mála þjóðarinnar og því miður get ég ekki sagt að svo sé í þessari ríkisstjórn.

Bjarni var ágætur í ræðu sinni, full mjúkur, Sigmundur Davíð var góður, lét þau heyra það! Enda finnst mér gott að vitnað sé í Steingrím J og hans blaður áður en hann komst í stjórn, sem og innihaldslaus loforð Samfylkingarinnar.

Borgarahreyfingin er djók. sorry.


mbl.is Samningar um gjaldeyrislán á lokastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki kom hann vel fyrir..

..hann Þráinn þegar hann svaraði Þorgerði Katrínu.

Málið er að hann er að koma á þing akkúrat vegna andstöðu hans flokks til svona mála. Nú er 18 þús manns án atvinnu, ætlar hann virkilega að vera á tvöföldum launum á þessum tímum. Þarf hann yfir höfuð eitthvað að hugsa sig um??


mbl.is Þráinn íhugar heiðurslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUV - hver vann?

Horfði á Stjórnmálaþátt RUV nú í kvöld og hafði gaman af. Er reyndar löngu búin að ákveða hvað á að kjósa en ég verð að gefa þessum formönnum flokkanna mína umsögn.

Sigmundur Davíð: Ég hef trú á Sigmundi, mér finnst hann tala skýrt, það er ekkert blaður, hann heldur athygli minni alveg, og mig langar til að vita hans skoðanir á hlutnum, ég tek mark á þeim. Mér fannst hann komast vel frá þættinum...mér er í raun sama hvar hann fékk þessar upplýsingar..hvort þær komu frá Ólafi Ólafs eða ekki, þetta þurfti að koma fram.

Ástþór Magnússon: Full ákafur á köflum, samt í raun nauðsynlegt að fá hans innlegg í umræðuna þótt margt megi tína út sem hann segir. Mér finnst þessi markaðsskrifstofuhugmynd ekki svo arfavitlaus..sorry:)

Bjarni Ben: Komst ágætlega frá þættinum, stóð samt ekkert upp úr. Hann náði að svara vel fyrir sig, en það kom ekkert nýtt frá honum, þetta er í raun einhver varnarbarátta sem hann er að heyja, hann nær ekki að fara nógu sterkt í sóknargírinn að mínu mati. Vantar að hafa hann beittari, kenni um reynsluleysi...

Þór Saari: Kom ágætlega út, hefur þó ekki trúverðugar lausnir, samt væri ágætt að hann kæmist á þing held ég.

Jóhanna Sigurðardóttir: Við skulum hafa það í huga að konan er forsætisráðherra landsins. Sást það í þættinum?? NEI. Hún var hvorki fugl né fiskur, enginn eldmóður, enginn kraftur...ekkert! Ég fékk á tilfinninguna eins og hún hreinlega nennti ekki að vera þarna, og vá hvað hún þurfti að bauna mikið á Sjálfstæðisflokkinn! Mitt mat er að hún er ekki trúverðugur leiðtogi í þessum erfiðu aðstæðum sem þjóðin er í, hún hefur einfaldlega ekki þrek í baráttuna!

Steingrímur J: La la...hann fær prik fyrir að vera ákveðinn í ESB umræðunni, að hafa neitað aðildarviðræðum á nokkuð skýran hátt. En að hann sé að biðja menn um að vera rólega...og tala yfirvegað! halló!! hann hefur stuggað við Geir á þinginu...og er yfirleitt með puttann á lofti! Ég hef ekki trú á honum til að stýra skútunni í rétta átt, hann er of mikill framfarahemill til þess!


Skylda Fjármálaráðherra..

Það er algjör skylda Fjármálaráðherra að svara Sigmundi, og ekki seinna en á morgun.

Þetta eru alvarlegar túlkanir sem kjósendur eru að fá 2 dögum fyrir mikilvægustu kosningar í sögu lýðveldisins. Þeim verður að svara og af þeim sem hafa upplýsingar til þess...sem er einmitt Steingrímur J.

Ég krefst þess sem kjósandi að fá málefnalegt svar frá Steingrími á morgun, því mín tilfinning fyrir Sigmundi er sú, að þetta er heiðarlegur einstaklingur sem virkilega ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, og því tek ég mark á þessari túlkun hans, og það alvarlega.


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins...

Hvað getur maður sagt?

Það er engin kosningabarátta..gjörsamlega engin!!

Í fyrsta lagi fær Steingrímur J algjörlega að vaða uppi í hverju viðtalinu á fætur öðru, bendandi í allar áttir og kemur því að við hvert einasta tækifæri, að núverandi stjórn sé að taka við 150 milljarða halla á ríkissjóði í boði Sjálfstæðisflokkins. Og enginn svarar þessu!!! Hvar eru Sjálfstæðismenn??
Hvað með gríðarlega uppbyggingu á bæði heilbrigðis-og menntamálum þjóðarinnar undanfarin 18 ár? Hvað með að ríkissjóður var skuldlaus áður en bankarnir hrundu? Skiptir þetta engu máli? Af hverju er manninum ekki svarað eitthvað á þessa leið???? Fyrirgefið, ég skil þetta ekki.

Síðan er það kosningabaráttan sjálf.
Byrjum á Landsfundinum. Hvað kom út úr honum? Jú tilkynnt var skýrsla Endurreisnarnefndarinnar..og hver var niðurstaða þeirrar skýrslu? Jú, m.a. að fara ætti í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Og var það síðan ekki fellt á fundinum sjálfum?? Og hvað meir?
Hver er grunnurinn eftir þennan landsfund sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að byggja framtíð flokksins á? Það er engin grunnur...engin endurnýjun ( fyrir utan formann)...EKKERT.

Kosningabaráttan þessa síðustu daga er ekki neitt neitt...ekki er skýr stefna, engar afgerandi lausnir, enginn kraftur...ekkert!

Hvar eru forystumenn flokksins...hvar er Þorgerður Katrín, hún hefur ekki sést í margar vikur...ekki múkk heyrst í henni.
Bjarni Ben kemur ekki nógu sterkur sem nýr formaður flokksins, því miður. Ég vil kenna um reynsluleysi sem og gríðarlega erfiðar aðstæður sem maðurinn þarf að díla við hvern dag.

Ég er sjálfstæðiskona. En ég veit ekki hvað ég geri á kjördag. Það verður að koma í ljós.....


Staða Sjálfstæðisflokksins

Hún er ekki góð. Hún er reyndar hrikalega slæm.

Fréttir undanfarinna daga hefur farið illa í almenning og væntanlega enn verr í stuðningsmenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokksins. Fólki finnst það svikið. Eðlilega! Að hafa fært þessa tvo risastyrki inn í bókhald flokksins er með öllu óásættanlegt.

Einhverjir bera ábyrgð, klárlega. En hafa allir þeir sem komu að málinu borið ábyrgð? Og dugar það til einhvers? Jú það hreinsar að einhverju leyti andrúmsloftið..en skaðinn er skeður, hann skeði fyrir 2 árum síðan og er að koma í ljós núna. Geir Haarde, sem er erlendis í sjúkrameðferð, hefur gefið frá sér yfirlýsingu og með því axlað sína ábyrgð. Ég veit ekki hvar í veröldinni Geir hefur verið þegar hann ákvað að samþykkja þessa styrki og gefa leyfi fyrir því að þeir yrðu notaðir í þágu flokksins. Af hverju ákvað hann að samþykkja styrkina? Fannst honum þetta eðlilegir styrkir og eðlilegt að samþykkja þá? .....ég bíð spennt eftir að heyra hvað hann hefur að segja um þetta mál.

Andi Óttarsson hefur sagt af sér. Hann hefur axlað ábyrgð.
Guðlaugur Þór er klárlega viðriðinn þetta mál að einhverju leyti, hann er stórskaddaður stjórnmálamaður eftir þetta, og mun þetta atvik fylgja honum um ókomna tíð. Hann hefur gert grein fyrir aðkomu sinni að málinu, ég held að fáir styðji hann eftir þetta og verður fróðlegt að sjá kostningatölur úr hans kjördæmi í komandi kostningum.

Þá standa eftir Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson. Menn sem hafa unnið lengi í flokknum, eru harðir stuðningsmenn Guðlaugs og vildu hjálpa til við fjáröflun.
Hvað gerðu þeir? Fóru þeir til fyrirtækjanna og sögðu: Getið þið styrkt Sjálfstæðisflokkinn um dágóða fjárhæð, hann er í alvarlegum fjárhagskröggum?
Og hvert var svarið ??? "Já endilega hreint....best að láta ykkur fá 30 mkr, ekkert mál!"

Málið klárast ekki fyrr en útskýrt verður, af hverju styrkirnir voru svona gríðarlega háir??? Og tímasetningin er vægast sagt undarleg, það þarf einnig að skýra hana út.

Svo þessu máli er ekki lokið, ég vona að fréttamenn leiði þetta til lykta. Ég get ekki með góðu móti sett X við D í komandi kostningum ef málinu verður lokað á þennan hátt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband