Það er með ólíkindum..

Að Íslendingar hafi ENN ekki hugmynd um af hverju Ísland var sett á hryðjuverkalista Breta.

Er þetta ekki með hreinum ólíkindum? Trúir maður þessu?? Ég geri það varla. Mín tilfinning er sú að sumir embættismenn viti nákvæmlega af hverju landið var sett á þennan lista....en vilja ekki deila því með þjóðinni.

Það er allaveganna alveg klárt mál, að ef forsætisráðherra, fjármálaráðherra ofl væru svo vissir í sinni sök að ekkert saknæmt hafi gerst í aðdraganda þess að Bretar gripu til þessa ráðs...væru þeir þá ekki löngu löngu búnir að fá einhverjar almennilegar skýringar á þessu? ..og væntanlega í framhaldinu leiðrétta þetta við þjóðina sjálfa?

Þetta er bara óskiljanlegt. Og nú ætlar Alþingi að ræða um þessa bresku skýrslu...til hvers????


mbl.is Ræða skýrslu Breta á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband