Myndir þú hvetja fólk til hins sama?..

Er Þóra Kristín að missa vitið??

Hvers konar blaðamennska er þetta? Spyr hún mann sem rústar sínu eigin heimili og grefur niður bílinn sinn...hvort hann myndi hvetja aðra til að gera hið sama?

Er hún yfirleitt eitthvað að hugsa? Þetta finnst mér vægast sagt léleg fréttamennska og óábyrg!

Myndi Þóra Kristín spyrja þjóf, nauðgara eða aðra sem brjóta lög...hvort þeir myndu hvetja fólk til hins sama?? Maðurinn gerðist brotlegur við lög!

Auðvitað er þetta gert í örvæntingu, hann lýsti því yfir hve illa honum leið, hann missir hús sitt, vinnu, fjölskyldan farin erlendis og hann býr hér og þar.

Þetta er sorglegt mál, ég finn virkilega til með þessum manni, en ÞETTA ER EKKI LAUSNIN ÞÓRA KRISTÍN OG ÞÚ ÆTTIR NÚ AÐ VITA ÞAÐ.


mbl.is Biður nágranna afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Maðurinn gerðist brotlegur við lög en ekki við mitt siðferði og greinilega ekki Þóru Kristínar heldur. Með þessarri aðgerð hans hefur hann stórbætt samningsstöðu almennings á Íslandi gagnvart bankakerfinu og ég myndi klárlega hvetja alla þá sem missa húsin sín á nauðungaruppboð að fremja á þeim eins mikil skemmdarverk og þau treysta sér til. Bankakerfið okkar á að hafa kvata til þess að semja við fólk og finna fyrir því þegar það reynir að vallta yfir okkur. Ég gef ekkert fyrir lög sem leyfa Sigurjóni digra að svindla tugi miljóna undan skatts og klyfja okkur með hundraðamiljarða skuldum en setja mann eins og Björn af Álftarnesinu í fangelsi.

Héðinn Björnsson, 18.6.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Tóbías í Turninum

Sæll Héðinn.

Þarna erum við mjög ósammála. Til dæmis vitum við lítið sem ekkert hvernig Bjarni varð það skuldugur að hann missir húsið sitt. Það finnst mér skipta máli. Við erum ábyrg fyrir mörgu í okkar fjármálum, þótt lánin hafi tvöfaldast, þá eru til ráð í bönkunum vegna þessa...þótt þau séu reyndar til skamms tíma í senn eða um 6 mánuði. Þetta veit ég þar sem ég vinn í einum bankanum.

Hann á yfir sér 6 ára fangelsi, ég tel að það sé mjög dýru verði keypt ef ég hugsa t.d. um börnin hans, var þetta þess virði?

Ég er heldur ekki sammála þér að vegirnir eigi eftir að opnast við þessa aðgerð í bankakerfinu, því ríkisstjórnin þarf að gera eitthvað í málunum því þetta eru ríkisbankar.

Tóbías í Turninum, 18.6.2009 kl. 18:58

3 Smámynd: Meinhornið

Hverskonar einfeldningssiðferði er þetta???

Það er stór munur á því hvort hlutirnir eru illir í eðli sínu eða einfaldlega ólöglegir. Það er orðinn helvíti langur listinn yfir hluti og athafnir sem hafa á einhverjum tímapunkti verið ólöglegir - samkynhneigð, að flýja úr þrælkun, bjór, að greiða atkvæði í kosningum ef viðkomandi er kona - listinn er langur og skrautlegur.

Að bera þennan gjörning saman við nauðgun er ekki bara gríðarlegur dónaskapur gagnvart þolendum nauðgana, Birni Mikaelssyni og öllu skynsömu fólki heldur er það líka merki um að hafa aldrei vaxið upp úr ungabarnssiðferði.

Meinhornið, 18.6.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: DanTh

Tóbías, er hátt upp í turninn þinn?  Samlíking þín við þjófa og nauðgara er bara fáránleg.  Veist þú eitthvað um mál þessa manns sem við vitum ekki um?  Ef ekki, þá átt þú ekkert með að vera að dæma þetta viðtal sem einhverja óhæfu. 

Það má vel vera að þessi maður hafi brotið lög, en hverra lög eru þetta?  Í bankahruninu er að koma í ljós að hér á landi eru tvennskonar lög í gildi.  Lög yfir mig og þig, þ.e. hinn almenna mann og svo elítuna sem virðist yfir lög hafin.  Það er ekki spurning að þessi maður hefur valdið tóni upp á einhverja tugi milljóna, en samfélagið hefur orðið fyrir  tjóni upp á hundruð, jafnvel þúsundir milljarða af völdum forsvarsmanna bankanna. 

Kannast þú við að þeir menn hafi fengið stöðu sakbornings?  Það tók bara fáeina klukkutíma að gera fyrrum húseigandann að sakamanni.  Þetta segir okkur töluvert um í hverskonar samfélagi við búum. 

Að vera að óskapast yfir nálgun Þóru á þetta mál verður bara léttvægt miðað við tilefnið og ástand mála. 

DanTh, 18.6.2009 kl. 19:56

5 Smámynd: Tóbías í Turninum

Meinhornið.

Það er klárlega rétt hjá þér að þetta er óheppileg samlíking og biðst ég afsökunar á því. Það sem ég er að reyna að segja..er að hann braut lög, hann eyðilagði hús sem hann átti ekki lengur vegna skulda..og mér finnst sorglegt að heyra síðan fréttamanninn hana Þóru spyrja: Myndir þú hvetja aðra til þess að gera hið sama? Hversu fáránleg er þessi spurning!

DanTh.

Það getur vel verið að þetta mál sé miklu miklu stærra en nálgun Þóru. Hins vegar sló þetta mig þegar ég hlustaði á viðtalið. Þetta snýst ekki um að við séum fórnarlömb, því við erum það klárlega langflest. En af hverju var hann búinn að missa húsið sitt? Hvernig var hans leið þangað? Það hefði verið fróðlegt fyrir lesandann að vita það. En að vera búin að plana þetta í einhverja mánuði, láta til skara skríða í góðu veðri á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga...sorry, ég get ekki vorkennt honum. Mér finnst þetta ekki rétta leiðin, þetta leiðir hann nákvæmlega ekki neitt, og að fréttamaðurinn spyrji hvort hann myndi hvetja aðra til að gera hið sama...ég meina, hvað meinar Þóra?? Er hún að hvetja til að fólk eyðileggi hús sín og bíla...finnst henni þetta bara allt í lagi???

Tóbías í Turninum, 18.6.2009 kl. 20:30

6 identicon

eg tek ofan af fyrir honum...)En af hverju var hann búinn að missa húsið sitt? Hvernig var hans leið þangað?)uhh ertu ekkert buin að fylgjast með? það eru ansi margir að missa húsinn og það er sko ekki þeim að kenna,þu verður að leita betur eftir þeim sem það er að kenna.svo verður þetta kannski til þess að vanhæf ríkistjórn hjalpi fólki i stað þess að gefa þeim puttan..tópias það er greinnilega að þu átt ekki eign eða átt skuldlausa eign..en ef þu átt skuldlausa eign spurðu sjálfan þig að þvi áttir þu alltaf skuldlausa eign eða varstu lika með lán til að byrja með?held þu getir ekki set þig i spor sumra manna i dag,,og ættir EKKI að skrifa svona.helduru að hann þurfi að hafa áhyggjur af fangelsi hehe þessi litlu fangelsi herna geta ekki einu sinni hýst glæpamenn og hvað er biðlistin orðin yfir 200 þegar útrásar vikingar bætast við.Eg tek ofan af fyrir honum..landið er orðið fuckt ut af jón ásgeiri johannessyni,Litli cokefíkilin Hannös smárason,börgólfs bófum og fleirum hálfvitum ENGIN þeirra fær dóm eða varðhald..hversu réttlæt er það??eg stend með þessum manni hann er Hetja i mínum augum,,

jon f (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 04:21

7 identicon

eg tek til baka það sem eg sagði um þennan mann hann er ekki Hetja. eftir nyjustu frettir get eg bara séð eitt ''karma'' what goes around comes around þessi björn er víst alger skíthæll sem er bara að fá enhvað i bakið..svoleiðs er nú lifið

jonkaldi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband