Hollensk yfirvöld höfðu aftur samband við utanríkisráðuneytið

Las grein á Vísi með ofangreindri fyrirsögn. Í lok greinarinnar er þessi málsgrein:

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Hollendingar hafi fyrst og fremst verið að afla sér upplýsinga um stöðu mála. „Hollendingar hafa ekkert sendirráð hér og þeir skilja ekki vel hvernig staðan er hérna. Hún er flókin og snúin en hins vegar liggur það alveg ljóst fyrir að við sem erum í ríkisstjórninni höfum sagt alveg klárt og kvitt, að við erum að gera það sem við getum til þess að Alþingi, eftir að hafa gefið sér þann tíma sem það þarf, samþykki þess samninga," segir Össur.

Úff! Ég bara skil þetta Icesave mál ekki nógu vel!
Ég virkilega vil trúa því að við eigum að samþykkja þennan samning, en því miður er ég ekki sannfærð! Hvert lögfræðiálitið á fætur öðru kemur fram sem sýnir fram á hið gagnstæða. Hvar eru þeir lögfræðingar sem samninganefndin hafði með í ráðum við gerð samningsins?? Af hverju koma þeir ekki fram með greinar sem sýna okkur að þetta sé það eina í stöðunni?

Ég vil að þessu máli fari að ljúka, ég er orðin hundleið á að lesa orðið ICESAVE á forsíðu blaðanna hvern einasta dag.

Ég treysti ekki ríkisstjórninni og því miður alls ekki Össuri sem mér sýnist vera algjörlega blindaður á ástandi heima fyrir og hugsar ekki um annað en að halda ESB aðildinni á lofti og Brussel liðinu góðu! ARG!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband