Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Og hvað?

Merkileg frétt.

Ég sá einnig svipaða frétt á Stöð 2 í kvöld, þó voru þær millifærslur mun hærri...og eigendur þeirra voru Björgólfsfeðgar, Magnús Þorsteinsson og Karl Werners...
Fréttin á stöð 2 var þó þannig, að ekki kom fram hvaðan heimildirnar komu eða hve framhaldið yrði. Í raun var fréttin í lausu lofti og eftir sat ég með eftirfarandi spurningar í hausnum:

Af hverju voru þessar millifærslur gerðar á þessum tímapunkti? Ég túlka þetta þannig að þessir menn hafi virkilega haldið að bankakerfið væri hreinlega alveg í rúst..þ.e. að allir myndu tapa sínu! Algjört gjaldþrot og engar tryggingar á innlánum.

Af hverju var ekki leitað eftir viðbrögðum einhverra?? Ráðamanna...FME..almennings....bara einhvers! Þessi frétt í raun var bara hálfunnin.

Hvað á að gera í framhaldinu? Er eitthvað í rannsókn??

ARG hvað ég er brjáluð annars út í þessa menn yfir höfuð!!!!


mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-hvað er í boði?

Nú eru ESB umræður út um allt í samfélaginu, og þær eiga bara eftir að aukast á næstu mánuðum.

En fyrir venjulegan einstakling eins og sjálfan mig, sem jú fylgist þokkalega vel með fréttum á hverjum degi...þá er ég ekki alveg að skilja þetta ESB dæmi.
Hvað er í boði fyrir okkur Íslendinga? Hvað látum við mögulega af hendi?? Hvað mun þetta kosta okkur, þe umsóknin og allt það ferli??

Eins og ég skil og heyri umræðuna, þá er það eftirfarandi sem stendur hæst:

1. Matvælaverð lækkar...hve mikið vitum við ekki. En væri ekki hægt að lækka matvælaverð á annan hátt heldur en að fara í ESB? T.d. með niðurfellingum á gjöldum og tollum við innflutning??
2. EVRAN maður!!! En hvað þýðir það?? Á hvaða gengi verður verðlagið hér á landi með evrunni? Hvað mun breytast við að hafa evruna?
3.Stöðugt fjármálakerfi. Verður það svo?? Hver segir það? Fer það ekki eftir efnahagsstjórn hverju sinni?

4. Við látum af hendi fullveldi landsins að einhverju leyti. Það er vitað. Td. í formi lagasetningar í gegnum ESB.
5. Hvað verður um fiskimiðin okkar og landbúnaðinn?? Eins og staðan er, hef ég aðeins heyrt neikvæðar raddir varðandi þessa tvo flokka.

6. Hvað mun þetta kosta okkur, þe að sækja um ESB?
Ég hef heyrt talað um 990 mkr. Það er víst alveg lágmarkið. Sumir tala um 3 milljarða á ári!!! Hvaða rugl er það...er þetta þess virði? Að við borgum 3 milljarða á ári, fyrir vinnu 70-80 manns í Brussel...til þess að við fáum niðurgreitt matvælaverð, fáum að nota EVRUNA og hugsanlega einhvern betri stöðugleika hér...ég samt sé ekki alveg hvernig það kemur út.

Nú fer af stað full vinna hjá ráðuneytum landsins varðandi þessa umsókn. Er tíminn réttur fyrir þetta akkúrat núna. Á að vera að nota starfskrafta þessara ráðuneyta í að vinna að umsókninni þegar þjóðinni blæðir...hvern einasta dag?

Það hefur nákvæmlega EKKERT gerst síðan ný peningamálastjórn Seðlabankans tók við...eins og átti að gerast.
Það hefur nákvæmlega EKKERT gerst síðan ESB var samþykkt...átti ekki þá strax um leið að birta til hér heima???

Sorry folks...við erum ekki með rétta ríkisstjórn. Þannig er bara staðan.


mbl.is ESB-umsókninni vísað áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi plís...

Þessa stjórn burt! ALLA SAMAN!

Hve lengi á þetta rugl að ganga?? Hvernig eigum við að sjá von í framtíð lands og þjóðar þegar sjálf ríkisstjórn Íslands er eins sundruð og hún raunverulega er?
Ég sé þetta betur á hverjum degi sem líður...ríkisstjórnin er ekki samstíga í mikilvægustu málum sem íslensk þjóð hefur þurft að glíma við!!!

Nú er það ÞJÓÐSTJÓRN takk, við verðum að fá breiða samstöðu í því sem við ætlum okkur að gera í framtíðinni!

Burt með Jóhönnu Who Sigurðardóttur, Steingrím SnúSnú og þeirra lið...þetta er ólíðandi!


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollensk yfirvöld höfðu aftur samband við utanríkisráðuneytið

Las grein á Vísi með ofangreindri fyrirsögn. Í lok greinarinnar er þessi málsgrein:

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Hollendingar hafi fyrst og fremst verið að afla sér upplýsinga um stöðu mála. „Hollendingar hafa ekkert sendirráð hér og þeir skilja ekki vel hvernig staðan er hérna. Hún er flókin og snúin en hins vegar liggur það alveg ljóst fyrir að við sem erum í ríkisstjórninni höfum sagt alveg klárt og kvitt, að við erum að gera það sem við getum til þess að Alþingi, eftir að hafa gefið sér þann tíma sem það þarf, samþykki þess samninga," segir Össur.

Úff! Ég bara skil þetta Icesave mál ekki nógu vel!
Ég virkilega vil trúa því að við eigum að samþykkja þennan samning, en því miður er ég ekki sannfærð! Hvert lögfræðiálitið á fætur öðru kemur fram sem sýnir fram á hið gagnstæða. Hvar eru þeir lögfræðingar sem samninganefndin hafði með í ráðum við gerð samningsins?? Af hverju koma þeir ekki fram með greinar sem sýna okkur að þetta sé það eina í stöðunni?

Ég vil að þessu máli fari að ljúka, ég er orðin hundleið á að lesa orðið ICESAVE á forsíðu blaðanna hvern einasta dag.

Ég treysti ekki ríkisstjórninni og því miður alls ekki Össuri sem mér sýnist vera algjörlega blindaður á ástandi heima fyrir og hugsar ekki um annað en að halda ESB aðildinni á lofti og Brussel liðinu góðu! ARG!!!!


Skipstjóri í brúnni

Þegar Davíð talar, hlustar maður. Og af athygli.

Þetta viðtal var bæði gott og gagnlegt. Davíð er óhræddur við að svara þeim spurningum sem fyrir hann er lagt, oft eru þær gagnrýnni en margur annar stjórnmálamaður fær, en hann ræður við þetta. Og fer létt með það!

Ég hlustaði af athygli í kvöld og trúi frekar þeim lausnum og svörum sem Davíð hefur fram að færa, frekar en þeim svörum sem Steingrímur J færir þjóðinni.

Ég virkilega trúi því að landið væri bettur sett ef við hefðum skipstjóra í brúnni sem heitir Davíð Oddsson...heldur en Jóhanna Who Sigurðardóttir...er hún ekki annars ennþá forsætisráðherra???


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband