Hvað hefur eiginlega verið í gangi..

..í Kaupþing banka!...
Maður spyr sig. Reyndar eru fréttirnar af bankanum orðnar svo margar í þessum dúr, að maður er á síðustu dropum hneykslunar. Það sem ég er farin að spyrja mig núna er....er maður svona grænn...eða fannst því starfsfólki sem framkvæmdi þessa gjörninga ( þá með samþykki forstjóra og stjórnar) þetta bara allt í lagi?? Voru þetta eðlilegar fjárhæðir sem var verið að lána stjórnendum og venslaliði!
Af hverju er Sigurður Einarsson að eyða tíma sínum í að svara grein í Mogganum í stað þess að fara beinustu leið til sérstaks saksóknara..og leggja spilin á borðið! Hafa þessir menn ekki gert nóg? Hvernig væri að þeir myndu sjá sóma sinn í að svara fyrir þessa gjörninga og axla þessa frægu ábyrgð sem flestir landsmenn vildu að Davíð myndi axla!
Þegar ég sá þá félaga Sigurð og Hreiðar Má labba úr Kaupþingi, þegar ljóst var að bankinn var kominn í þrot...þá vorkenndi ég þeim!..Ég taldi þá bankann sterkan, og hafði það á tilfinninguna að þessir menn hefðu reynt ALLT til þess að halda honum gangandi á þessum tímapunkti. Í dag get ég ekki sagt að mér sé vorkunn í huga þegar ég les fréttir undanfarinna daga...þessi banki var kominn langt út fyrir öll siðferðismörk í lánveitingum og guð má vita hverju öðru. Og trúið mér...þetta er ekki búið, fleira á eftir að koma í ljós. Getum við tekið endalaust við??....
mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband