Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins...

Hvað getur maður sagt?

Það er engin kosningabarátta..gjörsamlega engin!!

Í fyrsta lagi fær Steingrímur J algjörlega að vaða uppi í hverju viðtalinu á fætur öðru, bendandi í allar áttir og kemur því að við hvert einasta tækifæri, að núverandi stjórn sé að taka við 150 milljarða halla á ríkissjóði í boði Sjálfstæðisflokkins. Og enginn svarar þessu!!! Hvar eru Sjálfstæðismenn??
Hvað með gríðarlega uppbyggingu á bæði heilbrigðis-og menntamálum þjóðarinnar undanfarin 18 ár? Hvað með að ríkissjóður var skuldlaus áður en bankarnir hrundu? Skiptir þetta engu máli? Af hverju er manninum ekki svarað eitthvað á þessa leið???? Fyrirgefið, ég skil þetta ekki.

Síðan er það kosningabaráttan sjálf.
Byrjum á Landsfundinum. Hvað kom út úr honum? Jú tilkynnt var skýrsla Endurreisnarnefndarinnar..og hver var niðurstaða þeirrar skýrslu? Jú, m.a. að fara ætti í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Og var það síðan ekki fellt á fundinum sjálfum?? Og hvað meir?
Hver er grunnurinn eftir þennan landsfund sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að byggja framtíð flokksins á? Það er engin grunnur...engin endurnýjun ( fyrir utan formann)...EKKERT.

Kosningabaráttan þessa síðustu daga er ekki neitt neitt...ekki er skýr stefna, engar afgerandi lausnir, enginn kraftur...ekkert!

Hvar eru forystumenn flokksins...hvar er Þorgerður Katrín, hún hefur ekki sést í margar vikur...ekki múkk heyrst í henni.
Bjarni Ben kemur ekki nógu sterkur sem nýr formaður flokksins, því miður. Ég vil kenna um reynsluleysi sem og gríðarlega erfiðar aðstæður sem maðurinn þarf að díla við hvern dag.

Ég er sjálfstæðiskona. En ég veit ekki hvað ég geri á kjördag. Það verður að koma í ljós.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Auðvitað kístu einhvern vinstri flokkinn kv valdi 

þorvaldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sammála Sjálfstæðisflokkurinn altof linur að svara fyrir sig,lætur þetta vinstra lið ausa yfir sig alskonar rökleysu.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.4.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Karl Löve

Reyndu þá að vakna til lífsins og sjá eins og allir með augu sjá að þetta flokksræksni sem þú styður er dautt og innanrotið.

Ræð þér að lesa blogg eftir mann hér  sem heitir Guðmundur Löve þar sem hann gerir upp við Sjálfstæðisflokkinn á mjög málefnalegan hátt. http://loeve.blog.is/blog/loeve/#entry-859232 

Hann er núna fyrrverandi Sjalli og rökstyður það afskaplega vel.

Karl Löve, 21.4.2009 kl. 22:45

4 identicon

Ég tel mig nokkuð lifandi og er því að pæla mikið í þessum hlutum svona rétt fyrir kosningar. En því miður finnst mér hinir flokkarnir engu skárri hvað varðar framtíð landsins. Allt er í mikilli óvissu...engir veit hvernig á að stefna út úr þessum hrikalegu aðstæðum..né hvernig. Ég treysti í raun engum flokki til þess að stýra skútunni, því miður.

Tobbs (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband