Líf ríkisstjórnarinnar ræðst í Tyrklandi

Atburðir síðustu viku hafa orðið til þess að ég tel mig geta séð fram í framtíðina.

Ögmundur Jónasson ákveður að ganga úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir að hafa orðið fyrir hótunum að hálfu hennar um að stjórnarslit verði ef hann fylgi ekki stefnu Samfylkingarinnar í Icesave-málinu.

Steingrímur J Sigfússon heldur þingflokksfund með sínu fólki sama kvöld og þá nótt kemur hann fram fyrir fjölmiðla og segir eftirfarandi: "Flokkurinn hefur falið mér fullt umboð til þess að leiða Icesave-málið til lykta."

Daginn eftir kemur Atli Gíslason í morgunútvarp Bylgjunnar og segir það af og frá að Steingrímur hafi fullt umboð, fyrirvarar Alþingis standi ennþá og þeim verði ekki breytt.

Þingflokkur VG styður Steingrím í því, að fara til Tyrklands...hitta þar forseta AGS, fjármálaráðherra Breta og Hollendinga, og reyna til hins ítrasta að leysa Icesave deiluna með þeim.
Ef afstaða þeirra til málsins breytist ekkert við þær viðræður...verður ekki hægt að treysta á atkvæði valinna þingmanna VG við næstu afgreiðslu Icesave-málsins á þingi á komandi dögum.

Líf ríkisstjórnarinnar ræðst því að mínu mati í Tyrklandi í vikunni.


mbl.is Ekkert samkomulag um Rússalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband