Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Íslenska efnahagsundrið

Var að klára bókina" Íslenska efnahagsundrið".

Góð lesning og fræðandi á margan hátt. Bókin er rúmlega 150 bls..þegar ég var búin að lesa 38 blaðsíður var ég komin með óbragð í munninn.
Hvernig samfélag hefur verið hér undanfarin ár? Af hverju voru allir svona sofandi, bæði almenningur, stjórnvöld og fjölmiðlar?
Eftir lesninguna var ég með kjánahroll. Mér leið eins og kjána. Íslenska þjóðin hefur verið göbbuð illilega, og sem virðist skipulega.
Hlutabréfamarkaðurinn var bara djók. Af hverju fattaði ég þetta ekki? Úrvalsvísitalan 9000 stig! Öll bréf hækkuðu endalaust. Bankarnir áttu að vera svo sterkir og traustur fjárfestingakostur. Ég trúði greiningardeildum bankanna, las skrif þeirra og fór eftir ráðum þeirra.

Svo kemur það í ljós að topparnir í bönkunum vissu síðla árs 2006 í hvað stemmdi! Margir innan bankanna vissu hve alvarleg staðan var um vorið 2008!! Ríkisstjórnin vissi nákvæmlega hvernig staðan var...samt fóru ráðherrar út um allan heim í herferð með bönkunum til að efla tiltrú markaðarins á þeim.

Þetta er sorglegt. Er furða þótt fólk sé brjálað út í bankana, útrásarvíkingana og stjórnvöld?

Það þarf uppgjör...eins gott að það verði í haust!


Myndir þú hvetja fólk til hins sama?..

Er Þóra Kristín að missa vitið??

Hvers konar blaðamennska er þetta? Spyr hún mann sem rústar sínu eigin heimili og grefur niður bílinn sinn...hvort hann myndi hvetja aðra til að gera hið sama?

Er hún yfirleitt eitthvað að hugsa? Þetta finnst mér vægast sagt léleg fréttamennska og óábyrg!

Myndi Þóra Kristín spyrja þjóf, nauðgara eða aðra sem brjóta lög...hvort þeir myndu hvetja fólk til hins sama?? Maðurinn gerðist brotlegur við lög!

Auðvitað er þetta gert í örvæntingu, hann lýsti því yfir hve illa honum leið, hann missir hús sitt, vinnu, fjölskyldan farin erlendis og hann býr hér og þar.

Þetta er sorglegt mál, ég finn virkilega til með þessum manni, en ÞETTA ER EKKI LAUSNIN ÞÓRA KRISTÍN OG ÞÚ ÆTTIR NÚ AÐ VITA ÞAÐ.


mbl.is Biður nágranna afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkstjórn-gagnsæi-allt uppi á borðum...

Í janúar síðastliðnum var Steingrímur J í stjórnarandstöðu. Þá var oft gripið til setninga eins og: Það vantar alla verkstjórn...við þurfum gagnsæi...allt þarf að vera uppi á borðum!!

Nú er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J er fjármálaráðherra.

Hvað hefur breyst síðan í janúar? NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT!
Ég er svo agndofa á þessari ríkisstjórn að ég á varla til orð. Hefur þetta ágæta par komið einhverju í verk sem þjóðin finnur fyrir? Ég veit að þau vinna dag og nótt..ég vil ekki gera lítið úr því, en vildi ekki Samfylkingin einhvern verkstjóra sem myndi láta verkin tala?? Er Jóhanna ( 67 ára) Sigurðardóttir þessi verkstjóri?? Guð minn...hefur hún þrek, þol og yfirsýnina sem þarf? Ég held ekki. Ég hef enga trú á því!

Nú er ICESAVE málið í hæstu hæðum. Íslenska þjóðin veit ekki neitt! Við erum að fara að taka á okkur hundruði milljarða króna....og enginn veit neitt!!! Er þetta boðlegt? Ég veit að þetta er viðkvæmt mál, en ég vona svo innilega að Alþingi Íslendinga, með 63 þingmenn innanhúss...láti ekki bjóða sér svona vinnubrögð. Taki flokkspólitíkina til hliðar og hugsi um almannahag! Við VERÐUM að vita um hvað þessi samningur snýst...við verðum að vita af hverju í ósköpunum við erum að samþykkja að borga vexti upp á 5,5% á þessa skuld Landsbankans við Bretlands og Hollands. Af hverju segir ríkisstjórnin að þetta sé góður samningur??? Okkur finnst ekki...almenningi.

Ég er orðin verulega þreytt á núverandi ástandi og því miður sé ég það bara versna...mér finnst ekkert vera að gert!
Það er ICESAVE....það er ESB......en hvað með skuldirnar okkar, himinháu vextina og atvinnuleysið??????

Vakna gott fólk, ég vil að íslenska þjóðin hætti að vera svona sofandi og eitthvað verði gert.


Sterk stjórnarandstaða í boði Framsóknar

Ég er fegin að Sigmundur Davíð komst á þing. Eiginlega dauðfegin.

Horfði á Kastljósið áðan og sá Steingrím horfa í gaupnir sér hvað eftir annað eins og skólastrákur sem skammast sín. Ég get alveg skilið og veit vel að hann er í erfiðri stöðu. En er hann og ríkisstjórnin að gera það rétta fyrir íslenska þjóð?

Í mínum huga er svarið nei. Mér finnst fyrir það fyrsta vextirnir fáránlegir. 5,5%!!! Bretar og Hollendingar fá sitt tilbaka skv samningnum...en eiga þeir síðan að fá inn rukkaða vexti upp á 5,5%!! Þeir mega þakka fyrir að fá yfir höfuð þennan pening tilbaka. Punktur.

Það að tala um að afborganir og vextir munu ekki greiðast fyrstu 7 árin segja heldur ekki neitt. Auðvitað munu vextirnir samt sem áður tikka inn á höfuðstól lánsins og eins og Sigmundur benti réttilega á í Kastljósinu eru þetta 35 milljarðar á ári!! Bara vextir sem tikka sem við eigum síðan eftir að borga tilbaka...+ höfuðstól lánsins.

Síðan þegar ég sá hverjir eru eignir Landsbankans, hverjir skulda Landsbankanum erlendis...þá leist mér endanlega ekkert á þetta mál.

Vonandi nær stjórnarandstaðan að spyrna vel við og vonandi fæst niðurstaða fyrir íslenska þjóð, öll gögn þurfa að koma upp á borðið, því eins og staðan blasir við mér núna, þá líst mér ekkert á þetta.


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er kannski ekki í takti...

..en mér finnst í raun skipta höfuðmáli að halda vinnu í dag, frekar en að vilja að launin hækki, sama hve lág þau eru.

Þetta er raunveruleikinn í dag, þeir sem hafa vinnu eiga að vera þakklátir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband