Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hann hefur aðra skoðun

Er veist að Hannesi Hólmsteini fyrir það eitt að hafa aðra skoðun en þeir sem mótmæltu í dag hvað varðar nýfrjálshyggju?

Hann fór á Austurvöll til þess að mótmæla Icesave eins og aðrir sem mættu þar.

Er það svo í þessu landi að maður eigi von á aðsúg almennings ef maður hefur ekki sömu skoðun og þeir?

Tók hann meira þátt í útrásinni eða þeirri geðveiki sem var hér 2007 en aðrir??


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á einu augabðagð....

Merkilegt hvað á að þagga þetta niður.

Stöð 2 fjallar um málið í kvöldfréttum.

Sigmundur biðst afsökunar en neitar viðtali. Ásta Ragnheiður forseti Alþingis neitar viðtali. Björgvin G, þingflokksformaður Samfylkingar neitar viðtali.

Er það skrítið? Maðurinn á sér engar málsbætur. Hann sýndi algjört dómgreindarleysi með því að mæta í þingsal kenndur...því það sést greinilega á myndbandi sem fer eins og eldur í sinu á netinu.

Er þetta nýja Alþingi? Áttu ekki ferskir vindar að koma með nýju fólki?

Hvernig á að taka annars á svona málum á Alþingi?


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri hlutverk annarra að biðjast afsökunar..

Hreiðari Má, fyrrum forstjóra Kaupþings finnst það hlutverk annarra að biðja þjóðina afsökunar, því ekki félli króna á þjóðina vegna Kaupþings.

Jú það getur verið að skuldir Kaupþings falli ekki BEINT á þjóðina.

En þegar Kaupþing féll ásamt hinum bönkunum varð algjört hrun hér á Íslandi. Krónan snarféll og hefur ekki náð sér síðan, eða í tæpt ár. Lán flestra hafa snarhækkað vegna þessa...meðal annars hafa erlendu lán heimilanna tvöfaldast og hver borgar það?

Hreiðar Már þáði hundruði milljóna króna á ári vegna þess að hann var í mikilli ábyrgðastöðu í bankanum. Þegar hann ásamt fleirum hafði keyrt bankann í þrot ( því vissulega var rekstur bankans og lánveitingar á hans ábyrgð), þá gekk hann og Sigurður Einarsson frá borði.

Hvar er ábyrgðin nú? Hver var þessi ábyrgð? Bar hann ekki ábyrgð á lánastefnu bankans..og jú við þekkjum hver hún var?

Hreiðar Már ætti að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa keyrt Kaupþing í þrot, sem orsakaði síðan algjört gengishrun, fall hlutabréfa og dómínóáhrifin þekkjum við flest.

Þjóðin ÞARF að borga fall bankans, þú getur beðið okkur afsökunar á því að vera orsakavaldur þess Hreiðar Már!


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur og Jóhanna sátt við fyrirvarana

Það er merkilegt.

Vildu Steingrímur og Jóhanna ekki keyra ICESAVE málið í gegn án þess að þing fengi að sjá samninginn?
Hversu eðlilegt er það?

Nú hefur Fjárlaganefnd fundað um málið í marga daga og loks er komin niðurstaða. Það er samþykkt að gera fjölmarga fyrirvara við samninginn. Og hver fagnar mest? Jú Steingrímur og Jóhanna.

Ég held að þau ættu frekar að þakka nefndinni fyrir og skammast sín í leiðinni, því hverju breyta þessir fyrirvarar fyrir íslenska þjóð? Jú klárlega munu þeira bæta samningsstöðu okkar og framtíð þjóðarinar mun bjartari fyrir vikið.

Stjórnarandstaðan + nokkrir VG þingmenn með sjálfstæða hugsun eiga hrós skilið fyrir að vilja vinna að þessu máli þannig að staða okkar batni í þessu annars ógeðfellda máli.


Þarf ekki Bubbi að taka aftur lagið fyrir framan Seðlabankann?

Stýrivextir Seðlabankans standa óbreyttir í 12%.

Þegar Davíð var bolað út úr Seðlabankanum fyrir nokkrum mánuðum síðan, lá mikið við.

Með þeirri breytingu að koma honum og hinum tveimur bankastjórunum úr embætti, myndi margt breytast og fullyrt var af þeim Steingrími og Jóhönnu að vekja þyrfti aftur traust á stofnuninni.

Er það traust komið? Var þetta traust virkilega farið? Hvernig gat það gerst, ef ekkert traust var á Seðlabankanum, að allir gátu notað debet-og kreditkortin sín, þrátt fyrir að bankarnir væru orðnir gjaldþrota?
Jú vegna þess að Seðlabankinn hélt greiðsluleiðum opnum í samvinnu við aðra banka erlendis. Það hefði aldrei getað gengið ef ekkert traust hefði verið til staðar.

Nú er kominn nýr seðlabankastjóri og ný peningamálanefnd.
Hafa orðið miklar breytingar? Nei aldeilis ekki.
Hér hefur lítið breyst..nema þá helst til hins verra.
Stýrivextir 12%, verðbólga 11%, gengi krónunnar hefur veikst um 6% síðan þessi skipti urðu og skv. áreiðanlegum heimildum úr Seðlabankanum er gríðarleg vinna á bakvið það, að halda þó genginu í því sem það er í núna.

Hvað segir Hörður Torfa núna? og ætti ekki Bubbi að taka aftur lagið fyrir framan Seðlabankann til að eitthvað breytist?


Steingrímur Snú Snú..

Steingrímur var í Kastljósinu. Ég horfði á manninn með undrun.

Í fyrsta lagi var maðurinn allan tímann í vörn og var klárlega ekki að tala fyrir íslenska þjóð.

Í öðru lagi var alveg ótrúlegt að heyra hann segja eftirfarandi:

1. Steingrímur segir: Þjóðin þarf bara að líta í spegil og viðurkenna að hún klúðraði málunum!

Hvað á maðurinn við?? Á 4 barna faðir að horfa í spegil og skammast sín fyrir að hafa treyst bönkunum, tekið erlent lán fyrir íbúðinni sinni sem hefur nú allaveganna tvöfaldast og hann á leiðina á götuna í kjölfarið??

Nei Steingrímur, útrásarvíkingarnir skulu horfa í spegilinn ásamt eftirlitsaðilunum sem klikkuðu bigtime! Þeir skulu horfa í spegil!

2. Steingrímur segir: Ég vil gera allt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda sem klúðruðu málunum og orsökuðu þetta hrun.

Hann vill sem sagt ganga gegn stefnu flokksins svo um munar, þ.e. vinna með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sækja um aðild að ESB, samþykkja stóriðju og keyra í gegn ICESAVE samning sem er mjög umdeildur.

Allt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda. Allt til þess að núverandi frábæra ríkisstjórn með hinn mikla verkstjóra og leiðtoga Jóhönnu Who Sigurðardóttur geti unnið að þessum góðu málum fyrir íslensku þjóðina.

Ekki það, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sennilegast vinna mjög sambærileg verk ef þeir væru við stjórn, nema þá kannski að bíða með ESB ( mjög gáfulegt reyndar) og endursemja um ICESAVE ( ennþá gáfulegra).


Viðbrögð stjórnvalda

Það verður fróðlegt að heyra viðbrögð stjórnvalda eftir helgi varðandi lánabók Kaupþings. Ég ætla rétt að vona að eitthvað verði gert í framhaldinu af fjölmiðlum landsins, og hef í raun fulla trú á því.

Skv. bloggheimum er fólk alveg búið að fá nóg, margir spá og vilja byltingu.

Hvað gerist svo með Kaupþing banka á þriðjudaginn, mun almenningur standa við stóru orðin og taka út peningana sína þar?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband