Ræða Davíðs..

Má til með að skrifa nokkrar línur um ræðu fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar.

Ræðan í heild sinni fannst mér góð. Ég get hins vegar verið sammála mörgum um það, að ómaklega var vegið að Vilhjálmi Egilssyni og hans persónu vegna skýrslu endurreisnarnefndarinnar. Þarna eru 80 manns sem koma að þessari skýrslu og Davíð má að sjálfssögðu hafa sína skoðun á henni, en að tilgreina formann nefndarinnar umfram aðra og láta orð um hann falla eins og Davíð gerði....well....ósmekklegt segi ég!

En pointið er þetta: Margt í ræðu Davíðs var gott og fræðandi! Til dæmis má nefna það að í haust var fenginn til landsins sérfræðingar frá USA til þess að koma á fót uppboðsmarkaði með gjaldeyri. Einnig talaði Davíð um að Seðlabankinn hefði viljað lækka stýrivexti í haust...en fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar lagðist gegn því!

Bíddu..halló fjölmiðlar...hvar eru þið???? Af hverju dettið þið alltaf í sama pyttinn??? Eini fjölmiðillinn sem hefur fjallað um þennan merkilega þátt er RUV en það má segja að það hafi verið í skötulíki. Hvað skiptir máli fyrir íslenska þjóð? Er það hvort Davíð sagði Alsheimer...eða hvort hann hafi sagt Seðlabankann hafa reynt margt í haust sem hefði mögulega bætt hag íslensku þjóðarinnar? Hvort skiptir meira máli?

Fyrir mig er það að líta framhjá orðavali mannsins...og hvort hann noti háðungstón við þennan eða hinn....og virkilega hlusta á hvað hann er að segja!

Over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nú hef ég ekki kynnt mér þessa endurreisnarskýrslu, held að hún sé hvorki fugl né fiskur og etv sóun á fögrum trjágróðri, en tel að Davíð sé að hnýta í Vilhjálm meira fyrir Evrópuvælið í honum, í þágu þeirra sem mest hafa skuldsett þjóðina. Fjölmiðlar eru ekki bestu vinir Davíðs og hafa lagt ofurkapp á að láta hann líta út eins og hálf bilaðan mann en hans snilld í ræðumennsku verður ekki leynt og því eru þeir með orðhengilshátt og hanga í honum. Má nú ekki tala um Alsheimer? Kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.3.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband