Sterk stjórnarandstaða í boði Framsóknar

Ég er fegin að Sigmundur Davíð komst á þing. Eiginlega dauðfegin.

Horfði á Kastljósið áðan og sá Steingrím horfa í gaupnir sér hvað eftir annað eins og skólastrákur sem skammast sín. Ég get alveg skilið og veit vel að hann er í erfiðri stöðu. En er hann og ríkisstjórnin að gera það rétta fyrir íslenska þjóð?

Í mínum huga er svarið nei. Mér finnst fyrir það fyrsta vextirnir fáránlegir. 5,5%!!! Bretar og Hollendingar fá sitt tilbaka skv samningnum...en eiga þeir síðan að fá inn rukkaða vexti upp á 5,5%!! Þeir mega þakka fyrir að fá yfir höfuð þennan pening tilbaka. Punktur.

Það að tala um að afborganir og vextir munu ekki greiðast fyrstu 7 árin segja heldur ekki neitt. Auðvitað munu vextirnir samt sem áður tikka inn á höfuðstól lánsins og eins og Sigmundur benti réttilega á í Kastljósinu eru þetta 35 milljarðar á ári!! Bara vextir sem tikka sem við eigum síðan eftir að borga tilbaka...+ höfuðstól lánsins.

Síðan þegar ég sá hverjir eru eignir Landsbankans, hverjir skulda Landsbankanum erlendis...þá leist mér endanlega ekkert á þetta mál.

Vonandi nær stjórnarandstaðan að spyrna vel við og vonandi fæst niðurstaða fyrir íslenska þjóð, öll gögn þurfa að koma upp á borðið, því eins og staðan blasir við mér núna, þá líst mér ekkert á þetta.


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Burt með þetta landráða kvislingafólk sem ætlar að fórna landi og þjóðarauðæfum bara til að komast til Brussel....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 8.6.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband