Færsluflokkur: Bloggar
Þarf ekki Bubbi að taka aftur lagið fyrir framan Seðlabankann?
13.8.2009 | 18:51
Stýrivextir Seðlabankans standa óbreyttir í 12%.
Þegar Davíð var bolað út úr Seðlabankanum fyrir nokkrum mánuðum síðan, lá mikið við.
Með þeirri breytingu að koma honum og hinum tveimur bankastjórunum úr embætti, myndi margt breytast og fullyrt var af þeim Steingrími og Jóhönnu að vekja þyrfti aftur traust á stofnuninni.
Er það traust komið? Var þetta traust virkilega farið? Hvernig gat það gerst, ef ekkert traust var á Seðlabankanum, að allir gátu notað debet-og kreditkortin sín, þrátt fyrir að bankarnir væru orðnir gjaldþrota?
Jú vegna þess að Seðlabankinn hélt greiðsluleiðum opnum í samvinnu við aðra banka erlendis. Það hefði aldrei getað gengið ef ekkert traust hefði verið til staðar.
Nú er kominn nýr seðlabankastjóri og ný peningamálanefnd.
Hafa orðið miklar breytingar? Nei aldeilis ekki.
Hér hefur lítið breyst..nema þá helst til hins verra.
Stýrivextir 12%, verðbólga 11%, gengi krónunnar hefur veikst um 6% síðan þessi skipti urðu og skv. áreiðanlegum heimildum úr Seðlabankanum er gríðarleg vinna á bakvið það, að halda þó genginu í því sem það er í núna.
Hvað segir Hörður Torfa núna? og ætti ekki Bubbi að taka aftur lagið fyrir framan Seðlabankann til að eitthvað breytist?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Steingrímur Snú Snú..
6.8.2009 | 20:31
Steingrímur var í Kastljósinu. Ég horfði á manninn með undrun.
Í fyrsta lagi var maðurinn allan tímann í vörn og var klárlega ekki að tala fyrir íslenska þjóð.
Í öðru lagi var alveg ótrúlegt að heyra hann segja eftirfarandi:
1. Steingrímur segir: Þjóðin þarf bara að líta í spegil og viðurkenna að hún klúðraði málunum!
Hvað á maðurinn við?? Á 4 barna faðir að horfa í spegil og skammast sín fyrir að hafa treyst bönkunum, tekið erlent lán fyrir íbúðinni sinni sem hefur nú allaveganna tvöfaldast og hann á leiðina á götuna í kjölfarið??
Nei Steingrímur, útrásarvíkingarnir skulu horfa í spegilinn ásamt eftirlitsaðilunum sem klikkuðu bigtime! Þeir skulu horfa í spegil!
2. Steingrímur segir: Ég vil gera allt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda sem klúðruðu málunum og orsökuðu þetta hrun.
Hann vill sem sagt ganga gegn stefnu flokksins svo um munar, þ.e. vinna með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sækja um aðild að ESB, samþykkja stóriðju og keyra í gegn ICESAVE samning sem er mjög umdeildur.
Allt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda. Allt til þess að núverandi frábæra ríkisstjórn með hinn mikla verkstjóra og leiðtoga Jóhönnu Who Sigurðardóttur geti unnið að þessum góðu málum fyrir íslensku þjóðina.
Ekki það, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sennilegast vinna mjög sambærileg verk ef þeir væru við stjórn, nema þá kannski að bíða með ESB ( mjög gáfulegt reyndar) og endursemja um ICESAVE ( ennþá gáfulegra).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðbrögð stjórnvalda
2.8.2009 | 00:40
Það verður fróðlegt að heyra viðbrögð stjórnvalda eftir helgi varðandi lánabók Kaupþings. Ég ætla rétt að vona að eitthvað verði gert í framhaldinu af fjölmiðlum landsins, og hef í raun fulla trú á því.
Skv. bloggheimum er fólk alveg búið að fá nóg, margir spá og vilja byltingu.
Hvað gerist svo með Kaupþing banka á þriðjudaginn, mun almenningur standa við stóru orðin og taka út peningana sína þar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og hvað?
27.7.2009 | 19:37
Merkileg frétt.
Ég sá einnig svipaða frétt á Stöð 2 í kvöld, þó voru þær millifærslur mun hærri...og eigendur þeirra voru Björgólfsfeðgar, Magnús Þorsteinsson og Karl Werners...
Fréttin á stöð 2 var þó þannig, að ekki kom fram hvaðan heimildirnar komu eða hve framhaldið yrði. Í raun var fréttin í lausu lofti og eftir sat ég með eftirfarandi spurningar í hausnum:
Af hverju voru þessar millifærslur gerðar á þessum tímapunkti? Ég túlka þetta þannig að þessir menn hafi virkilega haldið að bankakerfið væri hreinlega alveg í rúst..þ.e. að allir myndu tapa sínu! Algjört gjaldþrot og engar tryggingar á innlánum.
Af hverju var ekki leitað eftir viðbrögðum einhverra?? Ráðamanna...FME..almennings....bara einhvers! Þessi frétt í raun var bara hálfunnin.
Hvað á að gera í framhaldinu? Er eitthvað í rannsókn??
ARG hvað ég er brjáluð annars út í þessa menn yfir höfuð!!!!
Millifærðu hundruð milljóna milli landa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB-hvað er í boði?
27.7.2009 | 13:43
Nú eru ESB umræður út um allt í samfélaginu, og þær eiga bara eftir að aukast á næstu mánuðum.
En fyrir venjulegan einstakling eins og sjálfan mig, sem jú fylgist þokkalega vel með fréttum á hverjum degi...þá er ég ekki alveg að skilja þetta ESB dæmi.
Hvað er í boði fyrir okkur Íslendinga? Hvað látum við mögulega af hendi?? Hvað mun þetta kosta okkur, þe umsóknin og allt það ferli??
Eins og ég skil og heyri umræðuna, þá er það eftirfarandi sem stendur hæst:
1. Matvælaverð lækkar...hve mikið vitum við ekki. En væri ekki hægt að lækka matvælaverð á annan hátt heldur en að fara í ESB? T.d. með niðurfellingum á gjöldum og tollum við innflutning??
2. EVRAN maður!!! En hvað þýðir það?? Á hvaða gengi verður verðlagið hér á landi með evrunni? Hvað mun breytast við að hafa evruna?
3.Stöðugt fjármálakerfi. Verður það svo?? Hver segir það? Fer það ekki eftir efnahagsstjórn hverju sinni?
4. Við látum af hendi fullveldi landsins að einhverju leyti. Það er vitað. Td. í formi lagasetningar í gegnum ESB.
5. Hvað verður um fiskimiðin okkar og landbúnaðinn?? Eins og staðan er, hef ég aðeins heyrt neikvæðar raddir varðandi þessa tvo flokka.
6. Hvað mun þetta kosta okkur, þe að sækja um ESB?
Ég hef heyrt talað um 990 mkr. Það er víst alveg lágmarkið. Sumir tala um 3 milljarða á ári!!! Hvaða rugl er það...er þetta þess virði? Að við borgum 3 milljarða á ári, fyrir vinnu 70-80 manns í Brussel...til þess að við fáum niðurgreitt matvælaverð, fáum að nota EVRUNA og hugsanlega einhvern betri stöðugleika hér...ég samt sé ekki alveg hvernig það kemur út.
Nú fer af stað full vinna hjá ráðuneytum landsins varðandi þessa umsókn. Er tíminn réttur fyrir þetta akkúrat núna. Á að vera að nota starfskrafta þessara ráðuneyta í að vinna að umsókninni þegar þjóðinni blæðir...hvern einasta dag?
Það hefur nákvæmlega EKKERT gerst síðan ný peningamálastjórn Seðlabankans tók við...eins og átti að gerast.
Það hefur nákvæmlega EKKERT gerst síðan ESB var samþykkt...átti ekki þá strax um leið að birta til hér heima???
Sorry folks...við erum ekki með rétta ríkisstjórn. Þannig er bara staðan.
ESB-umsókninni vísað áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æi plís...
26.7.2009 | 14:28
Þessa stjórn burt! ALLA SAMAN!
Hve lengi á þetta rugl að ganga?? Hvernig eigum við að sjá von í framtíð lands og þjóðar þegar sjálf ríkisstjórn Íslands er eins sundruð og hún raunverulega er?
Ég sé þetta betur á hverjum degi sem líður...ríkisstjórnin er ekki samstíga í mikilvægustu málum sem íslensk þjóð hefur þurft að glíma við!!!
Nú er það ÞJÓÐSTJÓRN takk, við verðum að fá breiða samstöðu í því sem við ætlum okkur að gera í framtíðinni!
Burt með Jóhönnu Who Sigurðardóttur, Steingrím SnúSnú og þeirra lið...þetta er ólíðandi!
Vill fresta umsóknarferli ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hollensk yfirvöld höfðu aftur samband við utanríkisráðuneytið
25.7.2009 | 21:59
Las grein á Vísi með ofangreindri fyrirsögn. Í lok greinarinnar er þessi málsgrein:
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Hollendingar hafi fyrst og fremst verið að afla sér upplýsinga um stöðu mála. Hollendingar hafa ekkert sendirráð hér og þeir skilja ekki vel hvernig staðan er hérna. Hún er flókin og snúin en hins vegar liggur það alveg ljóst fyrir að við sem erum í ríkisstjórninni höfum sagt alveg klárt og kvitt, að við erum að gera það sem við getum til þess að Alþingi, eftir að hafa gefið sér þann tíma sem það þarf, samþykki þess samninga," segir Össur.
Úff! Ég bara skil þetta Icesave mál ekki nógu vel!
Ég virkilega vil trúa því að við eigum að samþykkja þennan samning, en því miður er ég ekki sannfærð! Hvert lögfræðiálitið á fætur öðru kemur fram sem sýnir fram á hið gagnstæða. Hvar eru þeir lögfræðingar sem samninganefndin hafði með í ráðum við gerð samningsins?? Af hverju koma þeir ekki fram með greinar sem sýna okkur að þetta sé það eina í stöðunni?
Ég vil að þessu máli fari að ljúka, ég er orðin hundleið á að lesa orðið ICESAVE á forsíðu blaðanna hvern einasta dag.
Ég treysti ekki ríkisstjórninni og því miður alls ekki Össuri sem mér sýnist vera algjörlega blindaður á ástandi heima fyrir og hugsar ekki um annað en að halda ESB aðildinni á lofti og Brussel liðinu góðu! ARG!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skipstjóri í brúnni
13.7.2009 | 23:12
Þegar Davíð talar, hlustar maður. Og af athygli.
Þetta viðtal var bæði gott og gagnlegt. Davíð er óhræddur við að svara þeim spurningum sem fyrir hann er lagt, oft eru þær gagnrýnni en margur annar stjórnmálamaður fær, en hann ræður við þetta. Og fer létt með það!
Ég hlustaði af athygli í kvöld og trúi frekar þeim lausnum og svörum sem Davíð hefur fram að færa, frekar en þeim svörum sem Steingrímur J færir þjóðinni.
Ég virkilega trúi því að landið væri bettur sett ef við hefðum skipstjóra í brúnni sem heitir Davíð Oddsson...heldur en Jóhanna Who Sigurðardóttir...er hún ekki annars ennþá forsætisráðherra???
Engin ríkisábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íslenska efnahagsundrið
20.6.2009 | 23:23
Var að klára bókina" Íslenska efnahagsundrið".
Góð lesning og fræðandi á margan hátt. Bókin er rúmlega 150 bls..þegar ég var búin að lesa 38 blaðsíður var ég komin með óbragð í munninn.
Hvernig samfélag hefur verið hér undanfarin ár? Af hverju voru allir svona sofandi, bæði almenningur, stjórnvöld og fjölmiðlar?
Eftir lesninguna var ég með kjánahroll. Mér leið eins og kjána. Íslenska þjóðin hefur verið göbbuð illilega, og sem virðist skipulega.
Hlutabréfamarkaðurinn var bara djók. Af hverju fattaði ég þetta ekki? Úrvalsvísitalan 9000 stig! Öll bréf hækkuðu endalaust. Bankarnir áttu að vera svo sterkir og traustur fjárfestingakostur. Ég trúði greiningardeildum bankanna, las skrif þeirra og fór eftir ráðum þeirra.
Svo kemur það í ljós að topparnir í bönkunum vissu síðla árs 2006 í hvað stemmdi! Margir innan bankanna vissu hve alvarleg staðan var um vorið 2008!! Ríkisstjórnin vissi nákvæmlega hvernig staðan var...samt fóru ráðherrar út um allan heim í herferð með bönkunum til að efla tiltrú markaðarins á þeim.
Þetta er sorglegt. Er furða þótt fólk sé brjálað út í bankana, útrásarvíkingana og stjórnvöld?
Það þarf uppgjör...eins gott að það verði í haust!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndir þú hvetja fólk til hins sama?..
18.6.2009 | 18:16
Er Þóra Kristín að missa vitið??
Hvers konar blaðamennska er þetta? Spyr hún mann sem rústar sínu eigin heimili og grefur niður bílinn sinn...hvort hann myndi hvetja aðra til að gera hið sama?
Er hún yfirleitt eitthvað að hugsa? Þetta finnst mér vægast sagt léleg fréttamennska og óábyrg!
Myndi Þóra Kristín spyrja þjóf, nauðgara eða aðra sem brjóta lög...hvort þeir myndu hvetja fólk til hins sama?? Maðurinn gerðist brotlegur við lög!
Auðvitað er þetta gert í örvæntingu, hann lýsti því yfir hve illa honum leið, hann missir hús sitt, vinnu, fjölskyldan farin erlendis og hann býr hér og þar.
Þetta er sorglegt mál, ég finn virkilega til með þessum manni, en ÞETTA ER EKKI LAUSNIN ÞÓRA KRISTÍN OG ÞÚ ÆTTIR NÚ AÐ VITA ÞAÐ.
Biður nágranna afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)