Ekki kom hann vel fyrir..
26.4.2009 | 17:49
..hann Þráinn þegar hann svaraði Þorgerði Katrínu.
Málið er að hann er að koma á þing akkúrat vegna andstöðu hans flokks til svona mála. Nú er 18 þús manns án atvinnu, ætlar hann virkilega að vera á tvöföldum launum á þessum tímum. Þarf hann yfir höfuð eitthvað að hugsa sig um??
Þráinn íhugar heiðurslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, ekki kom Þorgerður Katrín vel fyrir þegar hún talaði niður til Þráins... Alltaf sami hrokagikkurinn... um leið og hún opnar munninn detta manni í hug Kínaferðir og afskrifuð hlutabréf...
Brattur, 26.4.2009 kl. 17:59
Heiðurslaun eru veitt fyrir ævistarf.
Enginn veit hve lengi þetta þing situr.
Þráinn er vel að heiðrinum kominn og það er ekkert að því þótt hann njóti hans til viðbótar launum fyrir þingstörf sín. Hann greiðir af þeim fullan skatt eins og margir aðrir.
Matthías
Ár & síð, 26.4.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.