Íslenska efnahagsundrið
20.6.2009 | 23:23
Var að klára bókina" Íslenska efnahagsundrið".
Góð lesning og fræðandi á margan hátt. Bókin er rúmlega 150 bls..þegar ég var búin að lesa 38 blaðsíður var ég komin með óbragð í munninn.
Hvernig samfélag hefur verið hér undanfarin ár? Af hverju voru allir svona sofandi, bæði almenningur, stjórnvöld og fjölmiðlar?
Eftir lesninguna var ég með kjánahroll. Mér leið eins og kjána. Íslenska þjóðin hefur verið göbbuð illilega, og sem virðist skipulega.
Hlutabréfamarkaðurinn var bara djók. Af hverju fattaði ég þetta ekki? Úrvalsvísitalan 9000 stig! Öll bréf hækkuðu endalaust. Bankarnir áttu að vera svo sterkir og traustur fjárfestingakostur. Ég trúði greiningardeildum bankanna, las skrif þeirra og fór eftir ráðum þeirra.
Svo kemur það í ljós að topparnir í bönkunum vissu síðla árs 2006 í hvað stemmdi! Margir innan bankanna vissu hve alvarleg staðan var um vorið 2008!! Ríkisstjórnin vissi nákvæmlega hvernig staðan var...samt fóru ráðherrar út um allan heim í herferð með bönkunum til að efla tiltrú markaðarins á þeim.
Þetta er sorglegt. Er furða þótt fólk sé brjálað út í bankana, útrásarvíkingana og stjórnvöld?
Það þarf uppgjör...eins gott að það verði í haust!
Athugasemdir
Já, það eru fleiri brjálaðir en þú!
Það versta er að til að taka skynsamlega ákvarðanir má maður ekki vera brjálaður.
Eins og staðan er í dag þurfum við öll að taka skynsamlega og yfirvegaðar ákvarðanir og gildir einu hvort við erum að tala um Icesave skuldbindingarnar, ESB aðild, uppgjörið við ofangreinda aðila eða uppbyggingu orkufreks iðnaðar og annarrar atvinnustarfsemi!
Leiðin út úr vandanum er í senn einföld en erfið: við þurfum að framleiða meira og helst flytja það út, eyða minna og flytja minna inn og síðast en ekki síst koma atvinnulífinu á ferð og flug aftur!
Kreppan verður lengri ef við tökum ekki á þessu sem fyrst!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.