Og hvað?

Merkileg frétt.

Ég sá einnig svipaða frétt á Stöð 2 í kvöld, þó voru þær millifærslur mun hærri...og eigendur þeirra voru Björgólfsfeðgar, Magnús Þorsteinsson og Karl Werners...
Fréttin á stöð 2 var þó þannig, að ekki kom fram hvaðan heimildirnar komu eða hve framhaldið yrði. Í raun var fréttin í lausu lofti og eftir sat ég með eftirfarandi spurningar í hausnum:

Af hverju voru þessar millifærslur gerðar á þessum tímapunkti? Ég túlka þetta þannig að þessir menn hafi virkilega haldið að bankakerfið væri hreinlega alveg í rúst..þ.e. að allir myndu tapa sínu! Algjört gjaldþrot og engar tryggingar á innlánum.

Af hverju var ekki leitað eftir viðbrögðum einhverra?? Ráðamanna...FME..almennings....bara einhvers! Þessi frétt í raun var bara hálfunnin.

Hvað á að gera í framhaldinu? Er eitthvað í rannsókn??

ARG hvað ég er brjáluð annars út í þessa menn yfir höfuð!!!!


mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband