Steingrímur Snú Snú..

Steingrímur var í Kastljósinu. Ég horfði á manninn með undrun.

Í fyrsta lagi var maðurinn allan tímann í vörn og var klárlega ekki að tala fyrir íslenska þjóð.

Í öðru lagi var alveg ótrúlegt að heyra hann segja eftirfarandi:

1. Steingrímur segir: Þjóðin þarf bara að líta í spegil og viðurkenna að hún klúðraði málunum!

Hvað á maðurinn við?? Á 4 barna faðir að horfa í spegil og skammast sín fyrir að hafa treyst bönkunum, tekið erlent lán fyrir íbúðinni sinni sem hefur nú allaveganna tvöfaldast og hann á leiðina á götuna í kjölfarið??

Nei Steingrímur, útrásarvíkingarnir skulu horfa í spegilinn ásamt eftirlitsaðilunum sem klikkuðu bigtime! Þeir skulu horfa í spegil!

2. Steingrímur segir: Ég vil gera allt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda sem klúðruðu málunum og orsökuðu þetta hrun.

Hann vill sem sagt ganga gegn stefnu flokksins svo um munar, þ.e. vinna með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sækja um aðild að ESB, samþykkja stóriðju og keyra í gegn ICESAVE samning sem er mjög umdeildur.

Allt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda. Allt til þess að núverandi frábæra ríkisstjórn með hinn mikla verkstjóra og leiðtoga Jóhönnu Who Sigurðardóttur geti unnið að þessum góðu málum fyrir íslensku þjóðina.

Ekki það, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sennilegast vinna mjög sambærileg verk ef þeir væru við stjórn, nema þá kannski að bíða með ESB ( mjög gáfulegt reyndar) og endursemja um ICESAVE ( ennþá gáfulegra).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

já ég er alveg sammála Steingrímur er flottur! sjálfstæðismenn sökka.

Gísli Ingvarsson, 6.8.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband