Þarf ekki Bubbi að taka aftur lagið fyrir framan Seðlabankann?
13.8.2009 | 18:51
Stýrivextir Seðlabankans standa óbreyttir í 12%.
Þegar Davíð var bolað út úr Seðlabankanum fyrir nokkrum mánuðum síðan, lá mikið við.
Með þeirri breytingu að koma honum og hinum tveimur bankastjórunum úr embætti, myndi margt breytast og fullyrt var af þeim Steingrími og Jóhönnu að vekja þyrfti aftur traust á stofnuninni.
Er það traust komið? Var þetta traust virkilega farið? Hvernig gat það gerst, ef ekkert traust var á Seðlabankanum, að allir gátu notað debet-og kreditkortin sín, þrátt fyrir að bankarnir væru orðnir gjaldþrota?
Jú vegna þess að Seðlabankinn hélt greiðsluleiðum opnum í samvinnu við aðra banka erlendis. Það hefði aldrei getað gengið ef ekkert traust hefði verið til staðar.
Nú er kominn nýr seðlabankastjóri og ný peningamálanefnd.
Hafa orðið miklar breytingar? Nei aldeilis ekki.
Hér hefur lítið breyst..nema þá helst til hins verra.
Stýrivextir 12%, verðbólga 11%, gengi krónunnar hefur veikst um 6% síðan þessi skipti urðu og skv. áreiðanlegum heimildum úr Seðlabankanum er gríðarleg vinna á bakvið það, að halda þó genginu í því sem það er í núna.
Hvað segir Hörður Torfa núna? og ætti ekki Bubbi að taka aftur lagið fyrir framan Seðlabankann til að eitthvað breytist?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.