Steingrímur og Jóhanna sátt við fyrirvarana
16.8.2009 | 13:47
Það er merkilegt.
Vildu Steingrímur og Jóhanna ekki keyra ICESAVE málið í gegn án þess að þing fengi að sjá samninginn?
Hversu eðlilegt er það?
Nú hefur Fjárlaganefnd fundað um málið í marga daga og loks er komin niðurstaða. Það er samþykkt að gera fjölmarga fyrirvara við samninginn. Og hver fagnar mest? Jú Steingrímur og Jóhanna.
Ég held að þau ættu frekar að þakka nefndinni fyrir og skammast sín í leiðinni, því hverju breyta þessir fyrirvarar fyrir íslenska þjóð? Jú klárlega munu þeira bæta samningsstöðu okkar og framtíð þjóðarinar mun bjartari fyrir vikið.
Stjórnarandstaðan + nokkrir VG þingmenn með sjálfstæða hugsun eiga hrós skilið fyrir að vilja vinna að þessu máli þannig að staða okkar batni í þessu annars ógeðfellda máli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.