Það væri hlutverk annarra að biðjast afsökunar..
19.8.2009 | 20:40
Hreiðari Má, fyrrum forstjóra Kaupþings finnst það hlutverk annarra að biðja þjóðina afsökunar, því ekki félli króna á þjóðina vegna Kaupþings.
Jú það getur verið að skuldir Kaupþings falli ekki BEINT á þjóðina.
En þegar Kaupþing féll ásamt hinum bönkunum varð algjört hrun hér á Íslandi. Krónan snarféll og hefur ekki náð sér síðan, eða í tæpt ár. Lán flestra hafa snarhækkað vegna þessa...meðal annars hafa erlendu lán heimilanna tvöfaldast og hver borgar það?
Hreiðar Már þáði hundruði milljóna króna á ári vegna þess að hann var í mikilli ábyrgðastöðu í bankanum. Þegar hann ásamt fleirum hafði keyrt bankann í þrot ( því vissulega var rekstur bankans og lánveitingar á hans ábyrgð), þá gekk hann og Sigurður Einarsson frá borði.
Hvar er ábyrgðin nú? Hver var þessi ábyrgð? Bar hann ekki ábyrgð á lánastefnu bankans..og jú við þekkjum hver hún var?
Hreiðar Már ætti að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa keyrt Kaupþing í þrot, sem orsakaði síðan algjört gengishrun, fall hlutabréfa og dómínóáhrifin þekkjum við flest.
Þjóðin ÞARF að borga fall bankans, þú getur beðið okkur afsökunar á því að vera orsakavaldur þess Hreiðar Már!
Annarra að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
JÁ og mig og fleiri þeir stálu af mér 4 miljónum,,,,,en það er ekki peningar.
Í gultrigðum reikningum ekki bréfum eða áhættu, beningar sem voru fluttir á milli BYR til KAUPÞINGS OG TÍNDUST OG MÉR KEMUR EKKI VIÐ HVAR ÞEIR ERU......
Má ekki fara í mál og er of lítill til að fara í hart
Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.