Nú spyr maður sig..

Eftir daginn í dag veit maður minna en í gær. Það er ljóst.

Óvissan vegna ICESAVE heldur áfram. Af hverju gefa forsætisráðherra og fjármálaráðherra þjóðinni svona loðin svör?

Nú brenna á mér eftirfarandi spurningar:

- Nákvæmlega HVAÐ stendur útaf í fyrirvörum Alþingis sem Bretar og Hollendingar geta ekki sætt sig við?
- Nákvæmlega HVAÐ gat Ögmundur ekki sætt sig við í verklagi núverandi ríkisstjórnar v/ Icesave málsins?
- Nákvæmlega til hvers þurfum við lánið frá AGS? Í hvað á að nota lánið?
-Er virkilega svo, að hægt væri að fá lán frá Noregi á svipuðum kjörum, og af hverju hefur þetta ekki komið fram fyrr?
- HVAÐ nákvæmlega gerist ef Alþingi samþykkir ekki breytingar á fyrirvörunum?

Svör óskast.

Er ekki hægt að ætlast til þess að við förum að fá að vita eitthvað!!!


mbl.is Enginn bilbugur á stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband