Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Nú spyr maður sig..
30.9.2009 | 21:03
Eftir daginn í dag veit maður minna en í gær. Það er ljóst.
Óvissan vegna ICESAVE heldur áfram. Af hverju gefa forsætisráðherra og fjármálaráðherra þjóðinni svona loðin svör?
Nú brenna á mér eftirfarandi spurningar:
- Nákvæmlega HVAÐ stendur útaf í fyrirvörum Alþingis sem Bretar og Hollendingar geta ekki sætt sig við?
- Nákvæmlega HVAÐ gat Ögmundur ekki sætt sig við í verklagi núverandi ríkisstjórnar v/ Icesave málsins?
- Nákvæmlega til hvers þurfum við lánið frá AGS? Í hvað á að nota lánið?
-Er virkilega svo, að hægt væri að fá lán frá Noregi á svipuðum kjörum, og af hverju hefur þetta ekki komið fram fyrr?
- HVAÐ nákvæmlega gerist ef Alþingi samþykkir ekki breytingar á fyrirvörunum?
Svör óskast.
Er ekki hægt að ætlast til þess að við förum að fá að vita eitthvað!!!
Enginn bilbugur á stjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vildi að menn myndu mótmæla öðru eins..
24.9.2009 | 18:22
Ég hef rennt í gegnum nokkur blogg við þessa frétt.
Fólk er margt hver sammála hvað þurfi að gera til að lýsa yfir óánægju sinni varðandi nýju ritstjóra Morgunblaðsins.
Það er að þeirra viti að sniðganga Morgunblaðið og hætta að blogga á mbl.is
Af hverju í ósköpunum er þetta sama fólk ekki að stofna til mótmæla við fleiru sem hér er að gerast?
Er fólk sátt við aðgerðarleysi núverandi ríkisstjórnar?
Er fólk sátt við Jóhönnu Sigurðardóttur og hvernig hún heldur á málum varðandi samskipti sín við erlenda fjölmiðla?
Af hverju mótmælir fólk ekki hve seint og illa er verið að leita ráða fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu?
Eru menn sáttir við peningastefnunefnd Seðlabankans..sem lækka ekki vexti þrátt fyrir mikinn þrýsting? Átti ekki allt að breyta til hins betra eftir að Davíð var hrakinn úr embætti Seðlabankans?
Ég ætla að gefa blaðinu séns. Ég ætla ekki að dæma verk Davíðs við Morgunblaðið fyrirfram.
Ég tel að Davíð eigi eftir að setja sinn svip á blaðið. Ég vil meina að undanfarin misseri hafi ekki verið nægilega góð og gagnrýnin blaðamennska og ég tel að margir séu mér sammála um það.
Viljum við ekki fá sannleikann upp á borðið? Er okkur ekki sama hvaðan sannleikurinn kemur...eða er fólk svo blindað af hatri í garð Davíðs..að það skipti virkilega máli?
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8 mánuðum síðar...
16.9.2009 | 10:32
Jóhanna segir í fréttum RUV í gærkveldi:
"Það er forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar að koma heimilum landsins til bjargar"
Þetta er ágætisyfirlýsing hjá Jóhönnu, en hefði mátt koma 8 mánuðum fyrr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)