Staða Sjálfstæðisflokksins
12.4.2009 | 16:22
Hún er ekki góð. Hún er reyndar hrikalega slæm.
Fréttir undanfarinna daga hefur farið illa í almenning og væntanlega enn verr í stuðningsmenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokksins. Fólki finnst það svikið. Eðlilega! Að hafa fært þessa tvo risastyrki inn í bókhald flokksins er með öllu óásættanlegt.
Einhverjir bera ábyrgð, klárlega. En hafa allir þeir sem komu að málinu borið ábyrgð? Og dugar það til einhvers? Jú það hreinsar að einhverju leyti andrúmsloftið..en skaðinn er skeður, hann skeði fyrir 2 árum síðan og er að koma í ljós núna. Geir Haarde, sem er erlendis í sjúkrameðferð, hefur gefið frá sér yfirlýsingu og með því axlað sína ábyrgð. Ég veit ekki hvar í veröldinni Geir hefur verið þegar hann ákvað að samþykkja þessa styrki og gefa leyfi fyrir því að þeir yrðu notaðir í þágu flokksins. Af hverju ákvað hann að samþykkja styrkina? Fannst honum þetta eðlilegir styrkir og eðlilegt að samþykkja þá? .....ég bíð spennt eftir að heyra hvað hann hefur að segja um þetta mál.
Andi Óttarsson hefur sagt af sér. Hann hefur axlað ábyrgð.
Guðlaugur Þór er klárlega viðriðinn þetta mál að einhverju leyti, hann er stórskaddaður stjórnmálamaður eftir þetta, og mun þetta atvik fylgja honum um ókomna tíð. Hann hefur gert grein fyrir aðkomu sinni að málinu, ég held að fáir styðji hann eftir þetta og verður fróðlegt að sjá kostningatölur úr hans kjördæmi í komandi kostningum.
Þá standa eftir Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson. Menn sem hafa unnið lengi í flokknum, eru harðir stuðningsmenn Guðlaugs og vildu hjálpa til við fjáröflun.
Hvað gerðu þeir? Fóru þeir til fyrirtækjanna og sögðu: Getið þið styrkt Sjálfstæðisflokkinn um dágóða fjárhæð, hann er í alvarlegum fjárhagskröggum?
Og hvert var svarið ??? "Já endilega hreint....best að láta ykkur fá 30 mkr, ekkert mál!"
Málið klárast ekki fyrr en útskýrt verður, af hverju styrkirnir voru svona gríðarlega háir??? Og tímasetningin er vægast sagt undarleg, það þarf einnig að skýra hana út.
Svo þessu máli er ekki lokið, ég vona að fréttamenn leiði þetta til lykta. Ég get ekki með góðu móti sett X við D í komandi kostningum ef málinu verður lokað á þennan hátt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.