Verkstjórn-gagnsæi-allt uppi á borðum...

Í janúar síðastliðnum var Steingrímur J í stjórnarandstöðu. Þá var oft gripið til setninga eins og: Það vantar alla verkstjórn...við þurfum gagnsæi...allt þarf að vera uppi á borðum!!

Nú er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J er fjármálaráðherra.

Hvað hefur breyst síðan í janúar? NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT!
Ég er svo agndofa á þessari ríkisstjórn að ég á varla til orð. Hefur þetta ágæta par komið einhverju í verk sem þjóðin finnur fyrir? Ég veit að þau vinna dag og nótt..ég vil ekki gera lítið úr því, en vildi ekki Samfylkingin einhvern verkstjóra sem myndi láta verkin tala?? Er Jóhanna ( 67 ára) Sigurðardóttir þessi verkstjóri?? Guð minn...hefur hún þrek, þol og yfirsýnina sem þarf? Ég held ekki. Ég hef enga trú á því!

Nú er ICESAVE málið í hæstu hæðum. Íslenska þjóðin veit ekki neitt! Við erum að fara að taka á okkur hundruði milljarða króna....og enginn veit neitt!!! Er þetta boðlegt? Ég veit að þetta er viðkvæmt mál, en ég vona svo innilega að Alþingi Íslendinga, með 63 þingmenn innanhúss...láti ekki bjóða sér svona vinnubrögð. Taki flokkspólitíkina til hliðar og hugsi um almannahag! Við VERÐUM að vita um hvað þessi samningur snýst...við verðum að vita af hverju í ósköpunum við erum að samþykkja að borga vexti upp á 5,5% á þessa skuld Landsbankans við Bretlands og Hollands. Af hverju segir ríkisstjórnin að þetta sé góður samningur??? Okkur finnst ekki...almenningi.

Ég er orðin verulega þreytt á núverandi ástandi og því miður sé ég það bara versna...mér finnst ekkert vera að gert!
Það er ICESAVE....það er ESB......en hvað með skuldirnar okkar, himinháu vextina og atvinnuleysið??????

Vakna gott fólk, ég vil að íslenska þjóðin hætti að vera svona sofandi og eitthvað verði gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband