Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hvar er búsáhaldarbyltingarfólkið nú?..

Mér er allri lokið.

Ég hugsa meira og meira til þeirra þúsunda sem stóðu fyrir framan Alþingishúsið í janúar og börðu það utan, vegna þess að ástandið var talið þá, mjög alvarlegt fyrir heimili og fyrirtæki.
Búsáhaldarbyltingin vildi breytingar...þá væntanlega til batnaðar.
Fékk hún þessar breytingar? Ójá, hún fékk nýja minnihlutastjórn sem og vinstristjórn til næstu fjögurra ára.

En er þetta fólk sátt í dag? Af hverju í ósköpunum er þetta sama fólk ekki á Austurvelli, berjandi allt utan. Er þetta fólk sátt við núverandi ástand?
Fyrir mér er ástandið mun verra í dag en það var í janúar...og ÞAÐ ER NÁKVÆMLEGA EKKERT AÐ FARA AÐ GERAST!!.

Endilega þeir sem lesa þetta blogg mitt...og voru þáttakendur í búsáhaldarbyltingunni, svarið þessu kalli mínu og segjið mér af hverju í ósköpunum það sé ekki tilefni til þess að fara aftur á Austurvöll og berja allt utan!

P.S.
20.000 manns án atvinnu
Gengisvísitalan 230, og er ekki að fara að styrkjast segja fróðir menn
Bankarnir allir í rugli
AGS er ekki að láta okkur fá hluta af umsömdu láni
Stýrivextir 13,0%, verðbólga 11%...
...og Seðlabankastjóri með 1,6 mkr í laun, DOING NOTHING! Eins gott að Davíð fór úr Seðlabankanum...við höfum endurheimt traust eins og allir sjá!.


Hvað þau eru ósamstíga í ræðum sínum!

Jóhanna Sigurðardóttir talaði um ESB nánast allan tímann sinn í ræðustól.

Steingrímur J minntist ekki einu orði á ESB!

Eru þessir tveir einstaklingar forystumenn í ríkisstjórn Íslands??

Það er greinlegt að áherslur eru mismunandi og því miður finnst mér það áhyggjuefni. Það þarf að taka átakalausa afstöðu til stórra mála þjóðarinnar og því miður get ég ekki sagt að svo sé í þessari ríkisstjórn.

Bjarni var ágætur í ræðu sinni, full mjúkur, Sigmundur Davíð var góður, lét þau heyra það! Enda finnst mér gott að vitnað sé í Steingrím J og hans blaður áður en hann komst í stjórn, sem og innihaldslaus loforð Samfylkingarinnar.

Borgarahreyfingin er djók. sorry.


mbl.is Samningar um gjaldeyrislán á lokastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband